Símafundur Landsbyggðin lifi 10. febrúar 2022, kl. 20:30
Mættir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Björgvin, Helga, Vigfús og Þórdís.
Rætt um ýmsan byggðavanda: Margir bæir hafa ekki farsímasamband og sumir ekki fastlínusamband heldur. Dalir og Vestfirðir nefndir í þessu sambandi sbr. grein í Bændablaðinu (Fimmtudag, 10/2, bls. 10).
Helga segir að þeir sem undirbjuggu virkjun í Súgandafirði hafi þurft að greiða 9 milljónir í leyfisgjöld áður en byrja mátti á framkvæmdum.
Athuga mætti vinnustofu um samgöngumál, nettengingar og raforkuþörf á ýmsum svæðum.
Fundur um byggðamál er boðaður á Ísafirði 12.-14. maí. Dýrmætt að fá mætingu frá okkur.
Verkefnið um samfélagslega arfleifð: Í Skýrslu um aðferðafræði vekur það nokkra undrun hvar skýrsluhöfundur (Katerina) hafi fengið upplýsingar um Citzen Foundation á Íslandi sem átti hugmyndina að vefverkefninu Betri Reykjavík og kom því upp. Við þurfum að lesa þessa skýrslu betur.
Staðan á verkefninu: Vigfús er að þýða eitthvað af 28 verkefnum. Stefanía hefur gert þýðingartilraun – áhugavert verkefni frá Búlgaríu – sendi það á okkur í dag. Næsti fundur verkefnisins verður í Valencia á Spáni – Stefanía og maður hennar fara þangað (15.-16. mars).
Lettlandsverkefni: Við eigum von á fólki frá Lettlandi um mánaðamótin apríl maí en Stefanía og Guðrún fara til Lettlands í lok mars. Vilja ræða um framhald þessa verkefnis (efla samfélagsþátttöku ungs fólks). Væri hagt að kynna þeim verkefni okkar um upplýsingabanka um viðhald heilsunnar?
Byggðaþing í Svíþjóð – 20.-22. maí – einhver eða einhverjir ættu að fara frá okkur.
Háskólinn á Akureyri hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu um möguleika á styttingu vega á Norðurlandi.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið um kl. 21:30
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði