Símafundur Landsbyggðin lifi 12. apríl 2022, kl. 20:30
Fundinn sátu: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús og Þórdís.
Systurnar Stefanía og Guðrún fóru til Lettlands 30/3-4/4. Mikill ruglingur á flugmálum. Hittu fólkið í Jakobsborg (Jekabpils) fyrir utan Riga. M.a. varaforseta borgarstjórnar. Ræddu um félagasamtök. Gott styrkjakerfi fyrir félög og félagsaðstaða á góðum kjörum. Hvetjandi fyrir ungt fólk að vera virkt vegna ferilskrár. Fóru um og skoðuðu ýmislegt, komu m.a. á staðbundið byggðaþing. Kynntust starfi með eldri borgurum. Léleg opinber þjónusta við fatlaða – sjálfboðaliðar að vinna að því. Skoðuðu m.a. Þjóðminjasafnið í Riga. Hægt að sjá hitastig og gróður þúsundir ára aftur í tímann. Áhugaverð ferð.
Lettar væntanlegir um næstu mánaðamót. Búið að skipuleggja viðtöl við fólk sem er að vinna með fötluðum og að sýna heimili fyrir fatlaða – bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi tekur á móti þeim. Eitthvað fleira í bígerð en þetta er að hluta til skemmtiferð. Skrifuðu undir vilja til frekara samstarfs.
Annar hópur í Lettlandi hefur fengið styrk – samstarfsaðilar með aðaláherslu á leiðir til að ná ungu fólki í starfið. Þetta er að fara af stað.
Þær systur fara til Spánar í byrjun júní á námskeið um kvikun (animation, gera myndir hreyfanlegar) sem lið í gerð kynningarefnis.
Sögðu frá að Jeff á Spáni bauð að taka þátt í verkefni „Butterfly“ um að skrásetja minningar kvenna. Viðtöl við fólk. Eru að spá í fólk í kringum Kópasker. Tveggja ára verkefni sem hefst í júní. Góður peningur, um 6 milljónir í boði.
Samfélagsverkefnið – Stefanía veit ekki alveg hvar við erum stödd í verkefninu – hvað við eigum eftir. Eigum a.m.k. eftir að meta verkefnið. Skýrist væntanlega á fundi í maí.
Systurnar og Sigríður fara á byggðamálaþingið á Ísafirði.
Ekkert nýtt að frétta af verkefninu með Norræna félaginu. Spurning með fjármagn. Við sendum fyrirspurn á Rannís um fjármögnun á verkefninu í samvinnu við Norræna félagið. Rannís taldi að við féllum ekki að þeirra reglum en benti á skúffupeninga ráðherra. Mikill slagur er um fjármagn nú þegar Covid er að linna.
Vigfús sendi tillögu um texta til að kynna ungu fólki samtök okkar og sérstaklega Evrópska dreifbýlisþingið í Póllandi í haust. Við þurfum að skýra til hvers við ætlumst af ungu fólki (greinargerð). Þetta fólk, sem hefur áhuga á samfélagi sínu, ætti að vera tilbúið til að vinna að því að kynna málin áfram með ungu fólki. Rúm aldursmörk landlif@landlif.is Við höfum samband. ungt fólk.
Drög kynningartextans gætu þá hljóðað eitthvað á þessa leið:
Erum við að leita að þér? Viltu víkka sjóndeildarhringinn og tengslanetið?
Við hjá samtökunum Landsbyggðin lifi erum að leita að ungu fólki sem hefur áhuga á samfélagi sínu og málefnum byggðanna. Samhliða Evrópska byggðaþinginu (ERP) í Póllandi, 12.-15. sept. í haust, verður þing evrópskra ungmenna (rúm aldursmörk) sem ræða framtíð sína og hinna dreifðu byggða Evrópu. Þarna verður ómetanlegt tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki og skiptast á upplýsingum og hugmyndum.
Við viljum gjarnan heyra frá þér í gegnum landlif@landlif.is og munum svara fyrirspurnum.
Með kveðju frá Landsbyggðin lifi.
Sigríður leggur til hækkun á kílómetragjaldi úr 70 í 90 kr. Það samþykkt samhljóða.
Sigríður segir frá manni með áhuga á að funda með okkur. Þetta er Jóhannes Loftsson verkfræðingur. M.a. með áhuga innanlandsfluginu. Hugmyndir um að fá eitthvert millilandaflug á Reykjavíkurflugvöll sem myndi styrkja hann. Annars með margar góðar hugmyndir. Sigríður og þær systur og Ómar ættu að setjast niður með honum. Áhugavert.
Fundi lokið kl. 21:35.
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði